Thursday, March 27, 2008

Bloggheimur.




Eftir margara mánaða umhugsun læt ég verða af því að ráðast inn á hinn svokallaða bloggheim,
Það sem áður var skrifað í dagbækur og þær síðan vandlega faldar svo engin kæmist í að lesa annara manna þanka er nú skrifað á Internetið og haft fyrir allra augum, magnað hve tímarnir breytast og mennirnir með.

Ég er þeim forréttindur að gæddur að vera fæddur og uppalin í Fljótshlíðinni, Þar eigum við flest systkinin sumarbústaðalóðir og flest búin að koma okkur upp notalegum sumarhúsum að mér og minni fjölskyldu meðtaldri," þar til ósköpin dundu yfir".

Ég er búin að vera með lítinn notalegan bústað á lóðinni minni í 3 ár og gert hann að notalgegu fjölskyldubóli.
Fyrir ca. 3 mán síðan hringir bróðir minn að austan (eftir einn hvellin sem gekk yfir landið) og var hálf vandræðalegur í símanum, en kom svo út úr sér að þakið af bústaðnum mínum hefði fokið af í heilu lagi og svifið ca 30 metara og ekki nóg með það, heldur höfðu allir veggirnir fallið saman.....Skelfilegt að sjá þetta.
Semsagt Bústaðurinn algjörlega handónýtur.
Ég er búin að fara austur og tína saman allt timbur og stafla því upp, en það er alveg ljóst að það verður ekki smíðaður sumarbústaður úr því efni aftur þó það sé gæðaviður(Jatoba).
Nánast allt sem var í húsinu er meira eða minna ónýtt.
Svo nú er að byrja nýr kafli í bústaðamálum hjá mér, annar Bjálkabústaður úr Furu í þetta sinn er á leiðinni yfir Atlandshafið og verður væntanlega efnið í hann komið á fitina um miðjan Apríl.
Stefnan er að það verði risin nýr bústaður áður en varir.

kveðja Hlynur.