Wednesday, July 16, 2008

Þórisvatn og fleira.

Manni verður sjálfsagt seint hrósað fyrir að vera duglegur bloggari.
Ég, Erling bróðir og Karlott tengdasonur hans skruppum í Þórisvatn
að afla okkur í soðið eftir að Danni bróðir æsti upp í manni veiðibakteriuna
eftir að hann sjálfur var þar og gat nánast gengið þurrum fótum á vatninu svo mikið var af fiski og veiðin eftir því.
En því miður hafði hann veitt þá flesta því við fengum bara restarnar eða um 30 fiska sem er að sjálfsögðu fínasti afli.
Við vorum þarna í öskrandi roki og sandbyl en samt frábærlega gaman,
Ég kynntist þarna skemmtlegum dreng sem er með hreinræktaða vestfirska veiðdellu, það var gaman að sjá hve veiðiáhugin var ekta, því eins og við bræðurnir vorum að ræða þá er mikill munur á því að finnast gaman að veiða eða vera með veiðidellu sem eins og þarna var ósvikinn.

Sumarbústaðurinn á fitinni er óðum að taka á sig endanlega mynd, enda hafa margar klukkustundirnar farið í hann, en samt er alltaf jafn gaman að potast áfram með hann.
Þessi mynd var tekin um síðustu helgi eftir að ég kláraði þakið.
Hann er semsagt orðin þéttur og þolir orðið Íslensku rigninguna og rokið vonandi líka :)

Hafið það gott..........