Thursday, November 27, 2008

Ólgusjór.

Margir atvinnurekendur eru í kröppum dansi þessa dagana,
og er þar mín vinna ekki undanskilin.
Við erum eins og á skipi sem hefur fengið á sig stóran brotsjó,
erum neðst í stórum öldudal þar sem erfitt virðist vera að komast
upp úr og komast á réttan kjöl.
Það hefur rétt um 200 manns verið sagt upp síðasta sólarhringinn,
fólk sem hefur starfað yfir 22 ár hjá fyrirtækinu gekk niðurlútt með umslag
í hendi þar sem því hefur verið sagt upp störfum eftir dygga þjónustu.
En þetta virðist algjört neyðarúrræði fyrir fyrirtækið svo það megi halda velli og
vitust allir hafa skilning á því.

Ég var boðaður á aukafund í morgun og þar var fámennum hópi tjáð það
að okkur stæði til boða að sigla áfram með skútunni í gegnum þetta
fárviðri sem gengur yfir Ísland og nánast allan heiminn, svo er bara að vona að
þessar aðgerðir Húsasmiðjunnar dugi svo við komumst upp á öldutoppana aftur,
en það er aftur klárt að ekkert er öruggut í þessum heimi.
Ég er mjög þakklátur að fá að halda áfram í vinnunni
og sleppa við þessa holskeflu uppsagna.

Friday, August 15, 2008

Hetja fallinn frá.

Í dag kl :10,35 Féll frá ein stærsta hetja lífs mín.
Það var hún móðir mín sem yfirgaf þennan heim 87 ára gömul.
Hún hefur átt við erfiðan sjúkdóm að etja í nokkur ár
en var svo heppin að komast að sem vistmaður á Vífilstöðum
í Garðabæ fyrir rúmum 3 árum.
Við höfum dvalist þar mikið til síðustu 3 sólahringana við systkinin
vegna veikinda mömmu og á allt það starfsfólk þar mikinn heiður skilinn fyrir frábæra
umönnun á hetjunni okkar og fyrir þá aðstoð og aðstöðu sem okkur stóð til
boða meðan við dvöldum á staðnum.
Það er stórt skarð höggið úr stórri ætt þegar svon hetja fellur frá
sem ekki hægt er að setja neinn staðgengil á í staðinn og hennar sárt saknað af mörgum
enda afkomendur henna brátt orðnir 83.
En henni var hvíldin velkomin og henni eflaust tekið oppnum örmum
á öðrum og betri stað þar sem ekki sjúkdómar eru til.

Wednesday, July 16, 2008

Þórisvatn og fleira.

Manni verður sjálfsagt seint hrósað fyrir að vera duglegur bloggari.
Ég, Erling bróðir og Karlott tengdasonur hans skruppum í Þórisvatn
að afla okkur í soðið eftir að Danni bróðir æsti upp í manni veiðibakteriuna
eftir að hann sjálfur var þar og gat nánast gengið þurrum fótum á vatninu svo mikið var af fiski og veiðin eftir því.
En því miður hafði hann veitt þá flesta því við fengum bara restarnar eða um 30 fiska sem er að sjálfsögðu fínasti afli.
Við vorum þarna í öskrandi roki og sandbyl en samt frábærlega gaman,
Ég kynntist þarna skemmtlegum dreng sem er með hreinræktaða vestfirska veiðdellu, það var gaman að sjá hve veiðiáhugin var ekta, því eins og við bræðurnir vorum að ræða þá er mikill munur á því að finnast gaman að veiða eða vera með veiðidellu sem eins og þarna var ósvikinn.

Sumarbústaðurinn á fitinni er óðum að taka á sig endanlega mynd, enda hafa margar klukkustundirnar farið í hann, en samt er alltaf jafn gaman að potast áfram með hann.
Þessi mynd var tekin um síðustu helgi eftir að ég kláraði þakið.
Hann er semsagt orðin þéttur og þolir orðið Íslensku rigninguna og rokið vonandi líka :)

Hafið það gott..........

Saturday, June 21, 2008

Aðgerð.


Eftir nánari skoðun á litlu stúlkunni þeirra Freydísar og Garðars kom í ljós að hún
var með æxli eða blóðblöðru við hægri eggjastokkin svo að það þurfti að fjarlægja
annan eggjastokkin úr dömunni.
Hún var skorin í morgun kl 09,00,. Aðgerðin tókst mjög vel og heilsast henni vel
það eru allar líkur á að þetta hafi verið góðkynja og ekki verði neinir eftirmálar af þessu.

Kveðja...

Thursday, June 19, 2008

Prinsessa fædd.


Klukkan 06,00 í morgun 19 Júní (Kvennadagurinn) Fæddist lítil falleg og heilbrigð stúlka,
Hún var rúmar 13 merkur og 49 cm löng, Bæði móður og dóttur heilsast vel.

Stelpan fór í ómskoðun í dag, og merkilegt nok þá kom ekkert óvenjulegt í ljós, þetta sem hefur sést í sónar síðustu 3 skipti virðist hafa gufað upp,
hún á til öryggis að fara aftur í ómskoðun á morgun áður en þau útskrifast af spítalanum.

Stóri bróðir hann Magnús Orri hefur verið í góðu yfirlæti hjá Afa sínum og Ömmu á meðan,
Það fannst hvorki honum eða okkur leiðinlegt.

Kveðjur.

Hlynur Afi

Sunday, June 1, 2008

Á Fitinni.


Eins og sést hefur á blogginu hjá mér þá er ég ekki mikill bloggari, en hef þó til afsökunnar að ég hef verið á Fitinni í undanfarnar tvær vikur við smíðar.
Síðast þegar ég talaði um búataðin þá var hann komin á hafnarbakkan, hann er nú komin á fitinna.
Eins og sést á myndinn þá þurfti að byrja á því að hreinsa burt restarnar gamla bústaðnum til að koma þeim nýja fyrir.
Sá nýji kemur á sömu undirstöður og hinn var á.




Ég fékk frábæra hjálp frá honum Erling bróður mínum við að stilla grindina á nýja bústaðnum upp, hann er reyndar að setja svipaðan bústað upp á sínu landi, og gengur honum eins og við er að búast frábærlega.







Og smám saman fer að koma mynd á þetta allt saman, eins og þið sjáið þá lék veðrið við mann hvern dag.






Eftir nokkra daga vinnu er farin að koma endanlegur svipur á
herligheitin.




Og tveimur vikum seinna er þetta útkoman.
Nú er bara eftir að einangra gólf og loft og skella járninu á þakið.
Ég er mjög sáttur við gangin á þessu öllu saman.

Að vísu var svolítið erfitt að fá bústaðin sendan frá Reykjavík, en þegar hann komst á fitina komst allt á skrið, Á laugardag fyrir viku var ég að byrja á risinu þegar kom í ljós að það vantaði helling að efni til að geta klárað,
Ég hef samband við Húsasmiðjuna í Rvk og segi hvað vanti, korteri seinna hringja þeir í mig og segja bíl vera lagðan af stað úr bænum með efni í heilt hús, ég geti tekið úr því sem mig vanti.
Húsasmiðjan á heiður skilið fyrir þessi viðbrögð og það á Laugardegi.

Eigið góðan dag.....

Wednesday, April 23, 2008

Trukkatroðningur.

Ég var að horfa á fréttirnar áðan sem fjölluðu að mestu leiti um okkar ágætu vörubílstjóra og Lögregluna.
Að mínu mati eiga mótmæli fullan rétt á sér EF ekki er farið langt yfir strikið eins og þarna virðist hafa gerst, fullorðnir karlmenn æpandi og öskrandi á Lögregluna sem voru að sinna sínum skildustörfum ! Eflaust væru þessir menn fljótir að þiggja hjálp laganna varða ef þeir lentu í þeim aðstæðum að þeir væru hjálparþurfa.
Ég hef þá trú að mótmæli sem þróast í uppþot snúist í andhverfu sína, þae hafi neikvæð áhrif á viðkomandi málefni.

Á morgun er Sumardagurinn fyrsti (sérÍslenskt fyrirbæri), Var sagt áðurfyrr að ef frysti saman Vetur og Sumar mætti vænta góðs Sumars, sjálfsagt gerist það einhvers staðar á landinu svo við skulum vona að það veiti á gott sumar, allavega eru fuglarnir byrjaðir að verpa, ég var á röltinu í gærkvöldi og gekk fram á gæsarhreiður með eggjum, það minnti mann skemmtilega á það sem í vændum er.

Gleðilegt sumar......

Friday, April 11, 2008

Vorið.

Nú virðist vorið loksins vera að ná yfirhöndinni yfir vetri konungi, farfuglarnir streyma til landsins og græni liturinn að byrja gægjast upp úr moldinni eftir vetrardvalann.
Manni finnst maður eiga skilið að fá almennilegt sumar eftir frekar leiðinlegan og snjóþungan vetur.
Annars finnst mér veturinn í minningunni úr sveitinni forðum daga hafa alltaf verið heilmikill snór og skaflar þar sem grafin voru snjóhús með tilheyrandi göngum á milli hýbílanna, við þetta gátum við krakkarnir dundað við kvöld eftir kvöld (og alltaf jafn gaman).

Af ferðum bústaðarins er þetta að frétta
Hann er komin yfir hafið og er nú staddur í tollafgreiðslu í Reykjavík, þar verður hann í einhverja daga þar til hann leggur í sína seinustu ferð og kemst á leiðarenda, þae á Fitina.
Ég á samt eftir að fá byggingarleyfi fyrir honum, það þarf semsagt að byrja á nýjan leik að fá öll tilskilin leyfi þó annar bústaður hafi staðið á sömu sökklum á undan.
Ég hef samt trú á að það gangi allt saman fljótt og vel fyrir sig, við verðum áður en langt um líður farin að gista á fitinni í nýjum bústað.

Lifið heil.

Thursday, March 27, 2008

Bloggheimur.




Eftir margara mánaða umhugsun læt ég verða af því að ráðast inn á hinn svokallaða bloggheim,
Það sem áður var skrifað í dagbækur og þær síðan vandlega faldar svo engin kæmist í að lesa annara manna þanka er nú skrifað á Internetið og haft fyrir allra augum, magnað hve tímarnir breytast og mennirnir með.

Ég er þeim forréttindur að gæddur að vera fæddur og uppalin í Fljótshlíðinni, Þar eigum við flest systkinin sumarbústaðalóðir og flest búin að koma okkur upp notalegum sumarhúsum að mér og minni fjölskyldu meðtaldri," þar til ósköpin dundu yfir".

Ég er búin að vera með lítinn notalegan bústað á lóðinni minni í 3 ár og gert hann að notalgegu fjölskyldubóli.
Fyrir ca. 3 mán síðan hringir bróðir minn að austan (eftir einn hvellin sem gekk yfir landið) og var hálf vandræðalegur í símanum, en kom svo út úr sér að þakið af bústaðnum mínum hefði fokið af í heilu lagi og svifið ca 30 metara og ekki nóg með það, heldur höfðu allir veggirnir fallið saman.....Skelfilegt að sjá þetta.
Semsagt Bústaðurinn algjörlega handónýtur.
Ég er búin að fara austur og tína saman allt timbur og stafla því upp, en það er alveg ljóst að það verður ekki smíðaður sumarbústaður úr því efni aftur þó það sé gæðaviður(Jatoba).
Nánast allt sem var í húsinu er meira eða minna ónýtt.
Svo nú er að byrja nýr kafli í bústaðamálum hjá mér, annar Bjálkabústaður úr Furu í þetta sinn er á leiðinni yfir Atlandshafið og verður væntanlega efnið í hann komið á fitina um miðjan Apríl.
Stefnan er að það verði risin nýr bústaður áður en varir.

kveðja Hlynur.