Thursday, November 27, 2008

Ólgusjór.

Margir atvinnurekendur eru í kröppum dansi þessa dagana,
og er þar mín vinna ekki undanskilin.
Við erum eins og á skipi sem hefur fengið á sig stóran brotsjó,
erum neðst í stórum öldudal þar sem erfitt virðist vera að komast
upp úr og komast á réttan kjöl.
Það hefur rétt um 200 manns verið sagt upp síðasta sólarhringinn,
fólk sem hefur starfað yfir 22 ár hjá fyrirtækinu gekk niðurlútt með umslag
í hendi þar sem því hefur verið sagt upp störfum eftir dygga þjónustu.
En þetta virðist algjört neyðarúrræði fyrir fyrirtækið svo það megi halda velli og
vitust allir hafa skilning á því.

Ég var boðaður á aukafund í morgun og þar var fámennum hópi tjáð það
að okkur stæði til boða að sigla áfram með skútunni í gegnum þetta
fárviðri sem gengur yfir Ísland og nánast allan heiminn, svo er bara að vona að
þessar aðgerðir Húsasmiðjunnar dugi svo við komumst upp á öldutoppana aftur,
en það er aftur klárt að ekkert er öruggut í þessum heimi.
Ég er mjög þakklátur að fá að halda áfram í vinnunni
og sleppa við þessa holskeflu uppsagna.

1 comment:

Erling.... said...

Hvahhh...Blogg!
Til hamingju annars með að halda vinnunni, það er ekki á vísan að róa í þeim efnum í dag.
Kv Erling bró