Friday, August 15, 2008

Hetja fallinn frá.

Í dag kl :10,35 Féll frá ein stærsta hetja lífs mín.
Það var hún móðir mín sem yfirgaf þennan heim 87 ára gömul.
Hún hefur átt við erfiðan sjúkdóm að etja í nokkur ár
en var svo heppin að komast að sem vistmaður á Vífilstöðum
í Garðabæ fyrir rúmum 3 árum.
Við höfum dvalist þar mikið til síðustu 3 sólahringana við systkinin
vegna veikinda mömmu og á allt það starfsfólk þar mikinn heiður skilinn fyrir frábæra
umönnun á hetjunni okkar og fyrir þá aðstoð og aðstöðu sem okkur stóð til
boða meðan við dvöldum á staðnum.
Það er stórt skarð höggið úr stórri ætt þegar svon hetja fellur frá
sem ekki hægt er að setja neinn staðgengil á í staðinn og hennar sárt saknað af mörgum
enda afkomendur henna brátt orðnir 83.
En henni var hvíldin velkomin og henni eflaust tekið oppnum örmum
á öðrum og betri stað þar sem ekki sjúkdómar eru til.