Wednesday, April 23, 2008

Trukkatroðningur.

Ég var að horfa á fréttirnar áðan sem fjölluðu að mestu leiti um okkar ágætu vörubílstjóra og Lögregluna.
Að mínu mati eiga mótmæli fullan rétt á sér EF ekki er farið langt yfir strikið eins og þarna virðist hafa gerst, fullorðnir karlmenn æpandi og öskrandi á Lögregluna sem voru að sinna sínum skildustörfum ! Eflaust væru þessir menn fljótir að þiggja hjálp laganna varða ef þeir lentu í þeim aðstæðum að þeir væru hjálparþurfa.
Ég hef þá trú að mótmæli sem þróast í uppþot snúist í andhverfu sína, þae hafi neikvæð áhrif á viðkomandi málefni.

Á morgun er Sumardagurinn fyrsti (sérÍslenskt fyrirbæri), Var sagt áðurfyrr að ef frysti saman Vetur og Sumar mætti vænta góðs Sumars, sjálfsagt gerist það einhvers staðar á landinu svo við skulum vona að það veiti á gott sumar, allavega eru fuglarnir byrjaðir að verpa, ég var á röltinu í gærkvöldi og gekk fram á gæsarhreiður með eggjum, það minnti mann skemmtilega á það sem í vændum er.

Gleðilegt sumar......

1 comment:

Erling.... said...

Gleðilegt sumar!
Nú er kominn 24. og mig minnir að síðustjóri eigi afmæli í dag. Til hamingju með það. Við kíkjum í kaffi síðar.
kv Erling bró