Sunday, June 1, 2008
Á Fitinni.
Eins og sést hefur á blogginu hjá mér þá er ég ekki mikill bloggari, en hef þó til afsökunnar að ég hef verið á Fitinni í undanfarnar tvær vikur við smíðar.
Síðast þegar ég talaði um búataðin þá var hann komin á hafnarbakkan, hann er nú komin á fitinna.
Eins og sést á myndinn þá þurfti að byrja á því að hreinsa burt restarnar gamla bústaðnum til að koma þeim nýja fyrir.
Sá nýji kemur á sömu undirstöður og hinn var á.
Ég fékk frábæra hjálp frá honum Erling bróður mínum við að stilla grindina á nýja bústaðnum upp, hann er reyndar að setja svipaðan bústað upp á sínu landi, og gengur honum eins og við er að búast frábærlega.
Og smám saman fer að koma mynd á þetta allt saman, eins og þið sjáið þá lék veðrið við mann hvern dag.
Eftir nokkra daga vinnu er farin að koma endanlegur svipur á
herligheitin.
Og tveimur vikum seinna er þetta útkoman.
Nú er bara eftir að einangra gólf og loft og skella járninu á þakið.
Ég er mjög sáttur við gangin á þessu öllu saman.
Að vísu var svolítið erfitt að fá bústaðin sendan frá Reykjavík, en þegar hann komst á fitina komst allt á skrið, Á laugardag fyrir viku var ég að byrja á risinu þegar kom í ljós að það vantaði helling að efni til að geta klárað,
Ég hef samband við Húsasmiðjuna í Rvk og segi hvað vanti, korteri seinna hringja þeir í mig og segja bíl vera lagðan af stað úr bænum með efni í heilt hús, ég geti tekið úr því sem mig vanti.
Húsasmiðjan á heiður skilið fyrir þessi viðbrögð og það á Laugardegi.
Eigið góðan dag.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mikið svakalega ertu duglegur frændi minn. Það er ekki á ykkur logið bræðurna. :)
Þetta er glæsilegt hús og ég hlakka til að koma og heimsækja ykkur þangað í sumar.
Kveðja úr Mos.
Innilega til hamingju með afastelpuna!
Vil svo minna á bloggskyldu þína.....það fer að slá í þá síðustu.
kv Erling bró
Post a Comment