Thursday, June 19, 2008

Prinsessa fædd.


Klukkan 06,00 í morgun 19 Júní (Kvennadagurinn) Fæddist lítil falleg og heilbrigð stúlka,
Hún var rúmar 13 merkur og 49 cm löng, Bæði móður og dóttur heilsast vel.

Stelpan fór í ómskoðun í dag, og merkilegt nok þá kom ekkert óvenjulegt í ljós, þetta sem hefur sést í sónar síðustu 3 skipti virðist hafa gufað upp,
hún á til öryggis að fara aftur í ómskoðun á morgun áður en þau útskrifast af spítalanum.

Stóri bróðir hann Magnús Orri hefur verið í góðu yfirlæti hjá Afa sínum og Ömmu á meðan,
Það fannst hvorki honum eða okkur leiðinlegt.

Kveðjur.

Hlynur Afi

1 comment:

Erla said...

Innilega til hamingju með litlu dömuna, hún er mjög fín og við trúum að Guð hafi svarað bænum varðandi þetta sem sást í sónar meðan hún var enn í móðurkviði. Kærar kveðjur úr sveitinni til litlu fjölskyldunnar. Erla B