Ég var að horfa á fréttirnar áðan sem fjölluðu að mestu leiti um okkar ágætu vörubílstjóra og Lögregluna.
Að mínu mati eiga mótmæli fullan rétt á sér EF ekki er farið langt yfir strikið eins og þarna virðist hafa gerst, fullorðnir karlmenn æpandi og öskrandi á Lögregluna sem voru að sinna sínum skildustörfum ! Eflaust væru þessir menn fljótir að þiggja hjálp laganna varða ef þeir lentu í þeim aðstæðum að þeir væru hjálparþurfa.
Ég hef þá trú að mótmæli sem þróast í uppþot snúist í andhverfu sína, þae hafi neikvæð áhrif á viðkomandi málefni.
Á morgun er Sumardagurinn fyrsti (sérÍslenskt fyrirbæri), Var sagt áðurfyrr að ef frysti saman Vetur og Sumar mætti vænta góðs Sumars, sjálfsagt gerist það einhvers staðar á landinu svo við skulum vona að það veiti á gott sumar, allavega eru fuglarnir byrjaðir að verpa, ég var á röltinu í gærkvöldi og gekk fram á gæsarhreiður með eggjum, það minnti mann skemmtilega á það sem í vændum er.
Gleðilegt sumar......
Wednesday, April 23, 2008
Friday, April 11, 2008
Vorið.
Nú virðist vorið loksins vera að ná yfirhöndinni yfir vetri konungi, farfuglarnir streyma til landsins og græni liturinn að byrja gægjast upp úr moldinni eftir vetrardvalann.
Manni finnst maður eiga skilið að fá almennilegt sumar eftir frekar leiðinlegan og snjóþungan vetur.
Annars finnst mér veturinn í minningunni úr sveitinni forðum daga hafa alltaf verið heilmikill snór og skaflar þar sem grafin voru snjóhús með tilheyrandi göngum á milli hýbílanna, við þetta gátum við krakkarnir dundað við kvöld eftir kvöld (og alltaf jafn gaman).
Af ferðum bústaðarins er þetta að frétta
Hann er komin yfir hafið og er nú staddur í tollafgreiðslu í Reykjavík, þar verður hann í einhverja daga þar til hann leggur í sína seinustu ferð og kemst á leiðarenda, þae á Fitina.
Ég á samt eftir að fá byggingarleyfi fyrir honum, það þarf semsagt að byrja á nýjan leik að fá öll tilskilin leyfi þó annar bústaður hafi staðið á sömu sökklum á undan.
Ég hef samt trú á að það gangi allt saman fljótt og vel fyrir sig, við verðum áður en langt um líður farin að gista á fitinni í nýjum bústað.
Lifið heil.
Manni finnst maður eiga skilið að fá almennilegt sumar eftir frekar leiðinlegan og snjóþungan vetur.
Annars finnst mér veturinn í minningunni úr sveitinni forðum daga hafa alltaf verið heilmikill snór og skaflar þar sem grafin voru snjóhús með tilheyrandi göngum á milli hýbílanna, við þetta gátum við krakkarnir dundað við kvöld eftir kvöld (og alltaf jafn gaman).
Af ferðum bústaðarins er þetta að frétta
Hann er komin yfir hafið og er nú staddur í tollafgreiðslu í Reykjavík, þar verður hann í einhverja daga þar til hann leggur í sína seinustu ferð og kemst á leiðarenda, þae á Fitina.
Ég á samt eftir að fá byggingarleyfi fyrir honum, það þarf semsagt að byrja á nýjan leik að fá öll tilskilin leyfi þó annar bústaður hafi staðið á sömu sökklum á undan.
Ég hef samt trú á að það gangi allt saman fljótt og vel fyrir sig, við verðum áður en langt um líður farin að gista á fitinni í nýjum bústað.
Lifið heil.
Subscribe to:
Posts (Atom)