Wednesday, January 28, 2009

Krónan.

Það virðist sem Íslenska krónan sé aðeins farin að tosast uppávið.
Gengisvísitalan komin niður í 199 stig, fór að mig minnir hæðst í um 230 stig.
Vonandi heldur þetta áfram að tosast í rétta á.
Það verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessum viðræðum vinstri grænna og
samfylkingunni, "Steingrímur J fjármálaráðherra !!"
hmm veit ekki hvað skal segja um það ef svo verður.

En vonandi verður ný ríkisstjórn með réttmætar aðgerðir sem
styrkja atvinnumál og létta róður heimilanna,
því þar verður að grípa inn fljótt svo ekki skapist algjör ringulreið
þegar atvinnulaust fólk missir heimili sín.

Monday, January 26, 2009

Í heimsókn.

Blogg ! Hvað er nú það ?

Það er orðið svo langt síðan að maður kann þetta varla lengur.
Annars vorum við Gerður í heimsókn hjá Freydísi og Garðari um helgina
austur á Eskifirði.
Þetta vart mjög skemmtileg helgi í faðmi barna og barnabarna.
Það var líka notalegt að finna það að barnabörnin mundu vel eftir okkur
frá því við hittum þau síðast og þeim
fannst gaman að hafa okkur hjá sér.

Gallin er bara sá að þetta er langt á milli okkar
svo við hittumst allt of sjaldan !

Móttökurnar voru til sóma, uppábúin rúm og

heitt slátur beið okkar þegar við komumst loks á
áfangastað.
Það var haldið afmælisboð á laugardeginum
Magnús Orri varð 2ja ára 18 janúar
og var fullt af fólki sem kom í heimsókn til hans,
bæði afar og ömmur, frændur og frænkur.




Veðrið var eins og á góðum vordegi, snjólaust og hiti og mikið af fugli í fjörunum,
Fallegur bær sem kom á óvart, sum gömlu húsin ekki meira en ca 20m2
maður getur ímyndað sér að þar hafi áður fyrr verið þröngt á þingi,fjölskyldur
sem töldu kanski 8 manns,(bjóðið fólki þetta í dag).
Mér var hugsað til sumarhússins míns lítið stærra en þessi
gömlu hús, gæti maður búið svo þröngt ! ? spurning.
En klárlega hús með "sál"

Thursday, November 27, 2008

Ólgusjór.

Margir atvinnurekendur eru í kröppum dansi þessa dagana,
og er þar mín vinna ekki undanskilin.
Við erum eins og á skipi sem hefur fengið á sig stóran brotsjó,
erum neðst í stórum öldudal þar sem erfitt virðist vera að komast
upp úr og komast á réttan kjöl.
Það hefur rétt um 200 manns verið sagt upp síðasta sólarhringinn,
fólk sem hefur starfað yfir 22 ár hjá fyrirtækinu gekk niðurlútt með umslag
í hendi þar sem því hefur verið sagt upp störfum eftir dygga þjónustu.
En þetta virðist algjört neyðarúrræði fyrir fyrirtækið svo það megi halda velli og
vitust allir hafa skilning á því.

Ég var boðaður á aukafund í morgun og þar var fámennum hópi tjáð það
að okkur stæði til boða að sigla áfram með skútunni í gegnum þetta
fárviðri sem gengur yfir Ísland og nánast allan heiminn, svo er bara að vona að
þessar aðgerðir Húsasmiðjunnar dugi svo við komumst upp á öldutoppana aftur,
en það er aftur klárt að ekkert er öruggut í þessum heimi.
Ég er mjög þakklátur að fá að halda áfram í vinnunni
og sleppa við þessa holskeflu uppsagna.

Friday, August 15, 2008

Hetja fallinn frá.

Í dag kl :10,35 Féll frá ein stærsta hetja lífs mín.
Það var hún móðir mín sem yfirgaf þennan heim 87 ára gömul.
Hún hefur átt við erfiðan sjúkdóm að etja í nokkur ár
en var svo heppin að komast að sem vistmaður á Vífilstöðum
í Garðabæ fyrir rúmum 3 árum.
Við höfum dvalist þar mikið til síðustu 3 sólahringana við systkinin
vegna veikinda mömmu og á allt það starfsfólk þar mikinn heiður skilinn fyrir frábæra
umönnun á hetjunni okkar og fyrir þá aðstoð og aðstöðu sem okkur stóð til
boða meðan við dvöldum á staðnum.
Það er stórt skarð höggið úr stórri ætt þegar svon hetja fellur frá
sem ekki hægt er að setja neinn staðgengil á í staðinn og hennar sárt saknað af mörgum
enda afkomendur henna brátt orðnir 83.
En henni var hvíldin velkomin og henni eflaust tekið oppnum örmum
á öðrum og betri stað þar sem ekki sjúkdómar eru til.

Wednesday, July 16, 2008

Þórisvatn og fleira.

Manni verður sjálfsagt seint hrósað fyrir að vera duglegur bloggari.
Ég, Erling bróðir og Karlott tengdasonur hans skruppum í Þórisvatn
að afla okkur í soðið eftir að Danni bróðir æsti upp í manni veiðibakteriuna
eftir að hann sjálfur var þar og gat nánast gengið þurrum fótum á vatninu svo mikið var af fiski og veiðin eftir því.
En því miður hafði hann veitt þá flesta því við fengum bara restarnar eða um 30 fiska sem er að sjálfsögðu fínasti afli.
Við vorum þarna í öskrandi roki og sandbyl en samt frábærlega gaman,
Ég kynntist þarna skemmtlegum dreng sem er með hreinræktaða vestfirska veiðdellu, það var gaman að sjá hve veiðiáhugin var ekta, því eins og við bræðurnir vorum að ræða þá er mikill munur á því að finnast gaman að veiða eða vera með veiðidellu sem eins og þarna var ósvikinn.

Sumarbústaðurinn á fitinni er óðum að taka á sig endanlega mynd, enda hafa margar klukkustundirnar farið í hann, en samt er alltaf jafn gaman að potast áfram með hann.
Þessi mynd var tekin um síðustu helgi eftir að ég kláraði þakið.
Hann er semsagt orðin þéttur og þolir orðið Íslensku rigninguna og rokið vonandi líka :)

Hafið það gott..........

Saturday, June 21, 2008

Aðgerð.


Eftir nánari skoðun á litlu stúlkunni þeirra Freydísar og Garðars kom í ljós að hún
var með æxli eða blóðblöðru við hægri eggjastokkin svo að það þurfti að fjarlægja
annan eggjastokkin úr dömunni.
Hún var skorin í morgun kl 09,00,. Aðgerðin tókst mjög vel og heilsast henni vel
það eru allar líkur á að þetta hafi verið góðkynja og ekki verði neinir eftirmálar af þessu.

Kveðja...

Thursday, June 19, 2008

Prinsessa fædd.


Klukkan 06,00 í morgun 19 Júní (Kvennadagurinn) Fæddist lítil falleg og heilbrigð stúlka,
Hún var rúmar 13 merkur og 49 cm löng, Bæði móður og dóttur heilsast vel.

Stelpan fór í ómskoðun í dag, og merkilegt nok þá kom ekkert óvenjulegt í ljós, þetta sem hefur sést í sónar síðustu 3 skipti virðist hafa gufað upp,
hún á til öryggis að fara aftur í ómskoðun á morgun áður en þau útskrifast af spítalanum.

Stóri bróðir hann Magnús Orri hefur verið í góðu yfirlæti hjá Afa sínum og Ömmu á meðan,
Það fannst hvorki honum eða okkur leiðinlegt.

Kveðjur.

Hlynur Afi